Stjórn Eftirlaunasjóðs félags íslenskra atvinnuflugmanna íhugar nú málsókn á hendur ríkinu vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum á fjárfestingarheimildum eftirlaunasjóðsisns þegar hann var í stýringu hjá Landsbankanum fyrir hrun.

Í fréttabréfi FÍA segir að stjórn sjóðsins fagni því að sérstakur saksóknari hafi lagt rannsókn málsins niður en að rannsókninni hafi fylgt margvísleg óþægindi fyrir sjóðinn og starfsmenn hans.

Stjórnin mun skoða rétt sinn vegna þess kostnaðar sem hann hefur borið sem vegna rannsóknar sérstaks saksóknara segir í fréttabréfinu.