Öllum starfsmönnum Eignarhaldsfélagsins Fasteignar var sagt upp störfum í gær.  Kirstín Flygenring, varaformaður stjórnar Fasteignar segist ekki hafa haft neina vitneskju um uppsagnirnar. Kirstín situr í stjórninni fyrir hönd stærsta eiganda félagsins, Miðengis.

„Þetta var ekki staðfest í stjórn og ég er mjög hissa á því að þetta mál hafi ekki verið tekið fyrir í stjórn félagsins.“ Kirstín fékk því fyrst veður af uppsögnunum í dag en hvorki framkvæmdastjóri né stjórnarformaður félagsins tilkynnti henni um þær.

Fasteign er fasteignafélag í eigu Miðengis, dótturfélags Íslandsbanka, og nokkurra sveitarfélaga. Samkvæmt heimasíðu Fasteignar störfuðu þar sex manns auk framkvæmdastjórans.

-Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.

Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Smáralind skráð á markað
  • Ætla að endurskipuleggja skuldir 6.000 fyrirtækja
  • Valdamesta fólkið í heiminum
  • Verðtrygging skilgreind eftirá hjá Lýsingu
  • Viðtal: Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir að uppsagnir hafi verið nauðsynlegar
  • Bankastarfsmenn í skuldavanda reknir
  • Kreppan á Íslandi sú lengsta meðal iðnríkja
  • Skuldir Stoða færðar niður um 225 milljarða króna
  • 24 síðna jólagjafahandbók
  • Fjöldi ljósleiðaratenginga hefur margfaldast á tveimur árum
  • Barist um veiðiár

Og margt, margt fleira..