Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur lokið athugun á hæfi Gunnars Þ. Andersen forstjóra FME og sér ekki tilefni til að aðhafast frekar.

Að beiðni stjórnar Fjármálaeftirlitsins gerði Andri Árnason hrl.  sérstaka athugun á hæfi Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Var það með hliðsjón af umfjöllun í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um viðskipti Landsbanka Íslands hf. og félagsins LB Holding Ltd. með hlutabréf Kaupþings banka hf. á árinu 2001 og í tilefni af upplýsingum um viðskipti Landsbankans og félagsins NBI Holding Ltd.

Gunnar var stjórnarformaður LB Holdings,félags í eigu sjálfseignarsjóðs á Guernesey, en hann starfaði þá fyrir Landsbankann. Bankinn stofnaði til eignarhaldsfélaganna tveggja LB Holdings og NBI Holdings, með það að markmiði að fara með eignarhald bankans á tilteknum verðmætum.

Í Rannsóknarskýrslu Alþingis segir að árið 2001 hafi Gunnar fengið tölvupóst um að fela fjármögnun Kaupþings á eigin bréfum og LB Holding yrði milliliður.

Stjórn FME fjallaði um niðurstöður Andra á fundi sínum í dag. Segir í frétt á heimasíðu FME að í ljósi niðurstöðu athugunarinnar hafi stjórnin tekið ákvörðun um að ekki væri tilefni til að aðhafast frekar í málinu.

Niðurstaða FME