Stjórn FME hefur kært Gunnar Þ. Andersen til lögreglu. Í yfirlýsingunni frá stjórninni kemur fram að í gær hafi þeim borist ábendingar um að Gunnar kunni að hafa brotið af sér í starfi með því að afla sér trúnaðarupplýsinga úr bankakerfinu með ólögmætum hætti. Stjórn FME kærði málið til lögreglu í morgun og var Gunnar gert að hætta störfum þegar í stað.

Stjórn FME kynnti Gunnari í dag þá ákvörðun að segja upp ráðningarsamningi hans og eru ástæður uppsagnarinnar sagðar brostnar forsendur þar sem á hæfi hans skorti. Þetta er rakið til fortíðar hans sem eins af framkvæmdarstjórum Landsbanka Íslands.

Undanfarna daga og vikur hafa deilur staðið á milli Gunnars í kjölfar þess að Gunnar fékk tilkynningu um að segja ætti honum upp vegna skýrslu sem þeir Ástráður Haraldsson, hæstarréttarlögmaður og Ásbjörn Björnsson, endurskoðandi, unnu.