Stjórn FME nýtur fulls traust efnahags- og viðskiptaráðuneytisins og gerði það sem henni bar við þær aðstæður sem komið höfðu upp þegar stjórn FEM ákvað að segja Gunnari Andersen upp. Kemur þetta fram í yfirlýsingu á vef ráðuneytisins.

Segir þar að efnahags- og viðskiptaráðuneytið vilji taka fram að það hefur staðið og mun standa vörð um stjórnskipulegt og faglegt sjálfstæði FME. Ráðuneytið leggi höfuðáherslu á að engin röskun verði á þeirri mikilvægu starfsemi sem FME hefur með höndum og snýr að því að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.