Stjórn Glitnis hefur samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi félagsins þann 20. febrúar næstkomandi um að greiða skuli af hagnaði rekstrarársins 2006, sem nam 38,2 milljörðum króna eftir skatta, 9,4 milljarða króna í arð til hluthafa.

Bankinn greindi frá þessu í dag og verða arðgreiðslurnar í samræmi við hlutafjáreign og nemur heildarupphæðin 24,63% af hagnaði ársins 2006 og 66% af útgefnu hlutafé.

Jafnframt leggur stjórnin til að hluthöfum skuli gefinn kostur á að fá allt að helming arðs síns greiddan í hlutafé í Glitni á verðinu 24,8 krónur á hlut

Því sem eftir stendur af hagnaði ársins, 28,8 milljörðum króna, skal ráðstafað til hækkunar á eigin fé Glitnis.