Stjórn Íslenskra verðbréfa var endurkjörin á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Þetta kemur fram á vefsíðu fyrirtækisins.

Í stjórn Íslenskra verðbréfa sitja Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður, Magnús Ingi Einarsson og Steingrímur Birgisson. Á aðalfundinum í gær var ársreikningur samstæðunnar samþykktur. Jafnframt var tillaga stjórnar um að greiða ekki arð til hluthafa samþykkt samhljóða.

Hagnaður Íslenskra verðbréfa af reglulegri starfsemi nam 130 milljónum króna í fyrra, en vegna óreglulegra liða var heildarniðurstaðan neikvæð um 118 milljónir .