Launagreiðslur til stjórnar og forstjóra Kaupþings ehf. voru samtals 1.216 milljónir króna á síðasta ári, að því er kemur fram í frétt á Kjarnanum . Starfsmenn félagsins voru 17 talsins og námu launagreiðslur þeirra samtals rúmum 3,5 milljörðum króna og hækkuðu um 900 milljónir króna frá árinu á undan þótt starfsfólki hafi fækkað milli ára.

„Frá árinu 2016 hafa greiðslur til starfs­fólks Kaup­þings auk­ist um 1,9 millj­arð króna en starfs­fólk­inu sjálfu fækkað úr 30 í 17,“ segir í frétt Kjarnans.

„Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Kaup­þings fyrir árið 2018. Í því ein­taki reikn­ings­ins sem skilað var inn til fyr­ir­tækja­skráar í sumar vant­aði þrjár blað­síður hans, 17-19. Á þeim koma meðal ann­ars fram upp­lýs­ingar um launa­greiðslur til starfs­manna Kaup­þings. Kjarninn kall­aði eftir því að fá blað­síð­urnar afhentar hjá Kaup­þingi og fékk þær um liðna helgi. Starfs­maður félags­ins sagði í svari til Kjarn­ans að svo virt­ist sem að mis­tök hafi orðið hjá Rík­is­skatt­stjóra við skönnun reikn­ings­ins og þess vegna hafi blað­síð­urnar vant­að. Kaup­þing ætlar að láta fyr­ir­tækja­skrá emb­ætt­is­ins vita af mis­tök­un­um.

Launa­greiðslur til stjórnar juk­ust úr 544 millj­ónum króna í 1.216 millj­ónir króna á árinu 2018,eða um 672 millj­ónir króna. Eini Íslend­ing­ur­inn sem var eftir í stjórn Kaup­þings, lög­mað­ur­inn Óttar Páls­son, hefur setið þar frá árinu 2016 að ósk helstu eig­enda Kaup­þings, sem eru banda­rískir vog­un­ar- og áhættu­sjóð­ir. Hann starf­aði áður sem ráð­gjafi fyrir þá.