Stjórn KEA svf. hefur auglýst starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar. Umsóknarfrestur um starfið er til 27. ágúst næskomandi. Í auglýsingunni segir að háskólamenntun sé æskileg. Einnig er lögð áhersla á að umsækjandi hafi umtalsverða styrkleika sem leiðtogi og sem talsmaður og formælandi félagsins - eigi auðvelt með að leggja upp mál og greina, hafi jafnframt góða þekkingu og tengingu við fyrirtækjaumhverfið. Einnig er tekið fram að reynsla af stjórnunarstörfum og/eða haldgóð þekking á fjárfestingum í atvinnulífi sé mikilvæg.

Í auglýsingunni segir um starfssvið framkvæmdastjóra:

* Öll almenn framkvæmdastjórn og yfirumsjón með öllum verkefnum félagsins samkvæmt samþykktum og starfsreglum félagsins.

* Ábyrgð á fjárreiðum, fjárvörslu og ávöxtun fjármuna félagsins og annast yfirstjórn einstakra sviða í starsemi félagsins.

* Formælandi félagsins út á við og hvers konar hagsmunagæsla.

* Hefur frumkvæði að stefnumótun og þróun og skipulagi félagsins.

* Leggur upp og undirbýr verkefni stjórnar, umfjöllun og úrvinnslu.

* Framkvæmdastjóri er stjórnarformaður Hildings og Framtakssjóðsins.