Stjórnendur bresku veitingahúsakeðjunnar La Tasca hefur nú mælt með kauptilboði Kaupþings og Robert Tchenguiz, sem er stjórnarmaður í Exista og hluthafi í bankanum, eftir að bankinn og íranski auðkýfingurinn hækkuðu kauptilboð sitt í keðjuna í 200 pens á hlut, sem samsvarar 104,2 milljónum punda. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar í London.

Áður hafði stjórnin mælt með kauptilboði frá veitingahúsarekstrarfélaginu Tragus Group, sem er í eigu Blackstone-fjárfestingasjóðsins, sem hljóðaði upp á 102 pens á hlut. Tragus hefur sagt að félagið mun ekki hækka tilboð sitt í La Tasca og þykir nú líklegt að Kaupþing og Tchenguiz kaupi veitingahúsakeðjuna.