Stjórn sænsku kauphallarsamstæðunnar OMX, sem rekur Kauphallir í Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, hefur sagt það muni vega og meta tilboð Kauphallarinnar í Dubai og bera saman við tilboð NASDAQ, af því er fram kemur í tilkynningu.

Kauphöllin í Dubai hefur lagt fram tilboð sem hljóðar upp á 230 sænskar krónur á hlut.  NASDAQ lagði fram tilboð í lok maí.

Sænsk stjórnvöld, sem eiga 6,6% eignahlut í OMX, og Investor AB, eignarhaldsfélag Wallenberg fjölskyldunnar, sem á 10,7% hlut í OMX, hafa staðhæft fyrr í vikunni að sjálft kaupverðið muni ekki endilega verða sá þáttur sem hvað mestu máli eigi eftir að skipta í því samhengi, en sænska ríkisstjórnin hefur meðal annars sagt að sænska kauphöllin sé hluti af "strategískum iðnaði" sem önnur lögmál gildi um heldur en aðra geira í atvinnulífinu.