Stjórn OMX, sem rekur kauphallir í Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum, mælir samhljóða með sameiningu við bandaríska kauphallarfyrirtækið NASDAQ, segir í fréttatilkynningu.

Miðað við yfirtökutilboðið er sameinað félag metið á 32 milljarða sænskra króna eða 311 milljarða íslenskra króna. Kaupverðið er 52% hærri en dagslokagengið var 23. maí síðastliðinn, síðasta viðskiptadag áður en yfirtökutilboð var lagt á borð. Kaupin eru fjármögnuð með hlutabréfum og peningum.   Með sameiningunni verður til markaðsleiðandi kauphallarfyrirtæki, með tækifæri til vaxtar, segir í fréttatilkynningunni.

Í lok maí var tilkynnt um að NASDAQ og OMX höfðu komist að samkomulagi um að sameina fyrirtækin.

Í ágúst tilkynnti kauphöllin í Dubai um að það hefði byggt upp talsverða stöðu í OMX og hefði áhuga á að yfirtaka kaupahallarfyrirtækið.

Í haust tilkynnti Nasdaq um það hefði yfirtekið  kauphöllina í Dubai, en við yfirtökuna eignast kauphöllin í Dubia 19,99% hlut í sameinuðu fyrirtæki Nasdaq og OMX.