Stjórn OMX hefur ákveðið að mæla með tilboði Nasdaq í kauphöllina að því er kemur fram í tilkynningu. 25. maí síðastliðin sendi Nasdaq inn tilboð í OMX sem miðast við 19% álag á síðasta lokaverð áður en tilboðið var gert.

Nýja kauphöllin mun heita NASDAQ OMX Group. Greitt verður með hlutabréfum í Nasdaq og reiðufé. Hluthafar OMX fá 0.502 bréf í Nasdaq og 94.3 sænskar krónur fyrir hvern hlut. Því virðist sem hér sé fremur um yfirtöku að ræða en sameiningu.