*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 25. nóvember 2004 10:33

Stjórn SÍF samþykkir kaupréttaráætlun

Ritstjórn

Stjórn SÍF hf. samþykkti á fundi sínum í gær inntak kaupréttaráætlunar starfsmanna, sem hrint verður í framkvæmd ef samkeppnisyfirvöld í Frakklandi samþykkja kaup SÍF hf. á Labeyrie fyrirtækjasamstæðunni. Þess er vænst að afstaða samkeppnisyfirvalda til kaupanna liggi fyrir eigi síðar en 17. desember 2004.

Samkvæmt áætluninni verður starfsmönnum heimilað að kaupa hlutafé í SÍF hf. að fjárhæð um 8 milljónir evra á fimm ára tímabili, á genginu 4,80, sem er sama gengi og notað er í hlutafjárútboði SÍF hf. sem stendur nú yfir.

Framangreind ákvörðun stjórnar SÍF hf. er byggð á heimild hluthafafundar frá 8. nóvember sl. þar sem stjórninni var heimilað að hækka hlutafé félagisins vegna kaupréttaráætlunar, um allt að 180.000.000 krónum að nafnverði með útgáfu nýrra hluta til starfsmanna félagsins eða aðila sem tengjast því.

Nánar verður greint frá efni kaupréttaráætlunarinnar þegar henni verður hrint í framkvæmd.