Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík ákvað á aukafundi síðdegis að leggja einungis eina tillögu fram um tilhögun við val á lista fyrir næstu borgarstjórnarkosningar.

Til stóð að stjórnin myndi leggja fram tvær tillögur á fundi í kvöld, annars vegar tillögu um leiðtogaprófkjör en hins vegar tillögu um prófkjör þar sem allir sjálfstæðismenn geta valið listann i heild. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur verið ákveðið að leggja ekki fram tillögu um leiðtogaprófkjör.

Hins vegar verður lögð fram sú tillaga að halda prófkjör þar sem allir flokksbundnir sjálfstæðismenn geta valið allan listann.