Stjórn VBS fjárfestingarbanka mun á hlutahafafundi í næstu viku óska eftir heimild til að víkja frá ákvæðum í starfskjarastefnu félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá VBS þar sem einnig er tilkynnti að áður boðuðum hluthafafundi sem halda átti á morgun n.k. hefur verið frestað um viku.

Stjórn VBS einnig fram á heimild til að gefa út skuldabréf með breytirétti í hlutafé að andvirði allt að þremur milljörðum króna.

Einnig óskar stjórnin eftir umboði til að ákvarða verð og kjör skuldabréfa ásamt gildistíma breytiréttar.

Þá óskar stjórnin einnig eftir heimild til útgáfu nýrra hluta að fjárhæð allt að krónur 150 milljónum að nafnvirði falli niður auk þess sem heimild verði veitt til útgáfu nýrra hluta fyrir allt að 300 milljónum að nafnvirði án forkaupsréttar.

Að lokum biður stjórnin um umboð til að ákvarða fjárhæð bréfanna, gengi og hvort greitt er með reiðufé eða í öðru formi.