Stjórn þýska bílaframleiðandans Volkswagen hefur kallað til stjórnarfundar þar sem ræða á aðgerðir eftir að upp komst um hugbúnað sem hannaður var til að sniðganga umhverfiskröfur. BBC greinir frá.

Þetta kemur í kjölfarið á orðrómum um að forstjóri félagsins, Martin Winterkorn hafi tapað trausti lykilfjárfesta í félaginu og verði látinn taka pokann sinn.

Fjöldi stofnanna í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að rannsókn sé hafin á málinu, þeirra á meðal Umhverfisvarnarstofnun Bandaríkjanna (EPA) og Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Hlutabréf í Volkswagen hafa hækkað um 3,21% í dag eftir miklar lækkanir síðustu daga.