Stjórn VR samþykkti á fundi í hádeginu í dag tillögu um vantraust á Bjarka Steingrímsson sem varaformann stjórnar VR.

Þetta kemur fram á vef VR en þar eru ástæðurnar sagðar trúnaðarbrestur og samstarfsörðugleikar.

„Að mati stjórnar tók steininn úr þegar hann hélt ræðu á útifundi á Austurvelli þann 5. desember s.l. þar sem hann lítilsvirti ekki eingöngu störf eigin félags heldur verkalýðshreyfingarinnar í heild sinni,“ segir á vef VR.

Á fundinum í hádeginu var Ásta Rut Jónasdóttir kosin varaformaður og hefur hún þegar tekið við. Ásta Rut kom ný inn í stjórn í apríl síðastliðnum og var í forsvari fyrir framboð L lista, Lýðræðis fyrir VR. Á þeim lista voru m.a. fjórir stjórnarmenn sem allir sitja nú í stjórn VR, þar á meðal fyrrverandi varaformaður, Bjarki Steingrímsson.

Sjá nánar á vef VR.