George McCartney, sem West Ham seldi til Sunderland á lokamínútum félagaskiptagluggans í Englandi, segir í samtali við Football365 í gærkvöldi að hann hafi aldrei viljað fara frá liðinu.

„Stjórn West Ham reyna nú að fela slóð sína,“ segir hann. „Ég sagði vissulega að af fjölskylduástæðum vildi ég flytja aftur norður [til Sunderland]. Stjórinn sagði hins vegar ‚nei‘ og ráðlagði mér að einbeita mér að West Ham. Ég tók þeim ráðum og var sáttur við að vera áfram."

„Stjórn félagsins viðhefur undarlegar aðferðir,“ segir McCartney. „Hún hefur ekki staðið á bak við Alan Curbishley allt frá því leiktíðin hófst.“ Hann segir jafnframt að stjórnin hafi ekki treyst stjóranum fyrrverandi fyrir fjármunum til að styrkja liðið.

Stjórn West Ham sendi þó frá sér yfirlýsingu í morgun þess efnis að McCartney hefði farið frá liðinu vegna þess að hann hefði viljað það sjálfur. Sunderland höfðu boðið í McCartney fyrr í haust, en því tilboði hafnaði West Ham, og bauð McCartney nýjan fimm ára samning. Sunderland bauð síðan aftur í leikmanninn á sunnudag.

„Leikmaðurinn og umboðsmaður hans voru fullmeðvitaðir um þessa þróun mála.“ Í yfirlýsingunni segir síðan að leikmaðurinn hafi beðið um að fara eftir að Sunderland lagði inn síðara tilboðið.

„Stjórn West Ham undrast á orðum leikmannsins að engin beiðni um liðaskipti hefði borist. McCartney jafnframt ítrekað lýst fyrir vilja sínum við framkvæmdastjóra og stjórn félagsins um að færa sig aftur til Sunderland."

„Einn yfirmanna í félaginu skrifaði McCartney síðan á sunnudag 31. ágúst þar sem því var lýst yfir að enginn vildi selja – ‚ef þú vilt vera áfram, gott mál, þetta er útrætt. Mér skildist að þú værir ósáttur og vildir fara.‘

„Leikmaðurinn lýsti síðan yfir vilja sínum um að fara og sendi inn beiðni um sölu á mánudag,“ segir í yfirlýsingu West Ham.