Stjórn Yahoo mun að öllum líkindum hafna yfirtökutilboði Microsoft í félagið. Tilboðið hljóðar upp á 44,6 milljarða Bandaríkjadala. Wall Street Journal greinir frá þessu. Eftir fjölda funda undanfarna viku, hefur stjórn Yahoo ákveðið að 31 dalir á hlut sé fulllágt boðið og vanmeti verðmæti fyrirtækisins stórlega. Sá verðmiði tekur ekki með í reikninginn þá hættu á því að eftirlitsaðilar kæmu í veg fyrir yfirtökuna. Stjórn Yahoo fyrirhugar að senda bréf til Microsoft á mánudag, þar sem þeirra afstaða verður skýrð.

Heimilar herma að stjórnin telji að Microsoft sé að reyna að „stela“ fyrirtækinu í ljósi nýlegra lækkana á gengi bréfa þess. Þessi ákvörðun gæti hrundið af stað löngum yfirtökubardaga, en ólíklegt er að boð undir 40$ á hlut verði samþykkt. Óvíst er hvort Microsoft sé tilbúið að reiða fram þá fjármuni, þar sem heildarfjárhæð yfirtökunnar myndi hækka um 12 milljarða Bandaríkjadala í kjölfarið.

Stjórnendur Yahoo hafa íhugað ýmsar leiðir til að tryggja sjálfstæði fyrirtækisins, til dæmis með því að mynda samstarf við Google um stýringu leitarvélar. Forsvarsmenn Google hafa þó ekki sýnt því mikinn áhuga.