Jos Van Poorten, framkvæmdastjóri Evrópudeildar stoðtækjafyrirtækisins Össurar, seldi í gær hlutabréf í fyrirtækinu fyrir rúmar 10 milljónir króna.

Kaupréttarkerfi var innleitt hjá Össuri í apríl í fyrra. Poorten fékk í febrúar rétt til að kaupa 200 þúsund hluti í Össuri og er hluti þeirra fyrst innleysanlegur 8. febrúar árið 2016. Kaupréttinn fékk hann á genginu 7,86 danskar krónur á hlut.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar í dag kemur fram að Joost hafi selt 49.600 hluti í Össuri á genginu 9,7 danskar krónur á hlut. Það gera 481.120 danskar krónur eða tæpa 10,6 milljónir íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningunni að Poorten á engin hlutabréf eftir í Össuri en kauprétt að 300.000 hlutum.

Gengi hlutabréfa Össurar stendur nú í 213 íslenskum krónum á hlut. Það hefur hækkað um rétt rúm 15% á síðastliðnum 12 mánuuðum. Það stendur í 9,75 dönskum krónum á hlut í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.