Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa undanfarna daga rætt möguleikann á því að flytja tillögu til þingsályktunar um vantraust á ríkisstjórnina.

Ekki er útilokað að slík tillaga líti dagsins ljós í fyrramálið.

Þetta kemur fram á Smugunni , vefriti sem m.a. er í eigu Vinstri grænna.

„Heimildir Smugunnar herma að atburðir síðustu daga í ríkisstjórn og Seðlabanka hafi ýtt undir þreifingar um að slík tillaga yrði flutt fyrr en seinna. Ekki er vitað til þess að haft hafi verið samráð við óánægjuöfl innan Samfylkingarinnar við undirbúning að því að lagt yrði fram vantraust á ríkisstjórnina," segir á Smugunni.