Almar Örn Hilmarsson, forstjóri Sterling, mun taka sæti í stjórn félagsins. Þetta kemur í kjölfarið á sölu FL Group á Sterling á dögunum, segir í frétt á vefsíðu danska dagblaðsins Børsen.

Ákveðið hefur verið að Hannes Smárason hætti í stjórn vegna sölu FL Group á Sterling Airlines A/S og Flyselskabet af 15. juli 2005 A/S. Almar kemur inn í stjórn hjá Sterling og Flyselskabet.

Jón Sigurðsson, aðstoðarforstjóri FL Group, lætur einnig af stjórnarstörfum í Sterling og Flyselskabet.

Sterling var í síðustu viku sett undir nýtt fyrirtæki þegar FL Group, sem keypti félagið fyrir ári síðan á 15 milljarða, seldi Sterling til nýja fyrirtækisins Northern Travel Holding fyrir 20 milljarða.