Stjórnarflokkarnir bæta við sig fylgi milli kannanna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,6% fylgi, en var með 23,2% í síðustu könnun, og Framsóknarflokkurinn mælist nú með 12,8% fylgi, en var með 10,2% í síðustu könnun. Þetta er niðurstöður nýrrar könnunar 365 miðla. Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkurinn 19 þingmenn en Framsóknarflokkurinn átta, 32 þingmenn þarf til að mynda meirihluta á þingi.

Píratar eru ennþá langstærstir og mælast með 38,1% fylgi. Það er lækkun um 3,7% milli kannana, en þá mældust Píratar með 41,8% fylgi. Björt framtíð mælist með 1,8% fylgi, en þeir fengu 8,25% í síðustu kosningum.

Samfylking mælist með 8,2% fylgi en voru með 9,9% í síðustu könnun og 12,85% í síðustu Alþingiskosningum. Vinstri grænir mælast með 8,4% fylgi, en þeir fengu 9,6 í síðustu könnun og 10,87 í síðustu Alþingiskosningum.