Stjórnarflokkarnir eru að kvarnast í sundur. Það skýrist af hluta af upplausn innan flokkanna, að sögn Gunnars Helga Kristinssonar stjórnamálafræðings. Hann segir í samtali við Fréttablaðið ljóst að gríðarleg vinstrisveifla hafi orðið í kjölfar hrunsins. Nú sé hún hins vegar gengin til baka. Hann telur ríkisstjórnina hafa átt að fókusa betur og færast minna í fang. Ekki hafi endilega verið rétti tíminn til að gjörbreyta samfélaginu þegar niðurskurðarhnífnum var beitt á sama tíma.

„Þessi sveifla er að verulegu leyti gengin til baka, en þó með nokkuð sérkennilegum hætti. Vissulega hefur verið straumur frá Vinstri grænum og Samfylkingu til Framsóknarflokksins,“ segir hann og bendir á að stjóranrflokkarnir hafi misst fylgi til Pírata, Bjartrar framtíðar og almennt séð til litlu flokkanna.

Þetta á hins vegar ekki við um Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn, að mati Gunnars.