Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu samtals einungis 28 mönnum inn á þing ef kosið væri í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar fréttastofu 365 miðla . Sjálfstæðisflokkurinn fengi 17 menn kjörna en Framsóknarflokkurinn 11 þingmenn, en flokkarnir fengu 19 þingmenn hvor í síðustu kosningum. Niðurstöður könnunarinnar sýna að ef kosið væri í dag næðu stjórnarflokkarnir ekki meirihluta.

Allir stjórnarandstöðuflokkarnir myndu hins vegar bæta við sig. Björt framtíð myndi bæta við sig þremur mönnum, Samfylkingin fjórum, VG tveimur og Píratar einum.

Hringt var í 1809 manns þangað til náðist í 1158, en það er 64% svarhlutfall. Könnunin var gerð dagana 30-31. október og voru þátttakendur valdir með slembiúrtaki.