Ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig. Enginn flokkanna, sem bjóða fram í fyrsta skipti, nær manni inn á þing en lítið vantar uppá hjá Bjartri framtíð. Er sagt frá þessu á vef Ríkisútvarpsins .

Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr með mest fylgi 37,1 prósent og bætir við sig frá síðustu könnun. Ríkisstjórnarflokkarnir tapa hins vegar fylgi. Mælast nú með tveimur prósentustigum minna fylgi en í síðustu könnun. Samfylkingin mælist með 19,4 prósent en Vinstri grænir með 12,4 prósent.

Átök innan þingflokks Framsóknar virðast ekki hafa áhrif á fylgi flokksins sem bætir raunar örlitlu við sig. Flokkurinn mælist nú með 14,2 prósenta fylgi. Það er svipað og í september.