Á síðasta stjórnarfundi Bláa lónsins var ákveðið að hækka laun stjórnarmanna. Í frétt Fréttablaðsins og Vísis af málinu segir að stjórnarformaður eigi að fá sjö hundruð þúsund krónur á mánuði fyrir störf sín sem gera 8,4 milljónir á ári. Aðrir stjórnarmenn fá 525 þúsund krónur á mánuði og varamenn fá 350 þúsund krónur á mánuði.

Stjórnarformaður Bláa lónsins, Helgi Magnússon, vildi ekki tjá sig um laun stjórnarmanna við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum blaðsins eru stjórnarfundir haldnir að meðaltali einu sinni í mánuði þótt gera megi ráð fyrir að formaður stjórnar sitji fleiri fundi yfir mánuðinn fyrir hönd félagsins.