Stjórnarformaður hins indverska Syndicate banka hefur verið handtekinn, ásamt nokkrum öðrum mönnum, vegna gruns um mútuþægni.

Í frétt BBC segir að hann liggi undir grun um að hafa þegið mútur fyrir að hækka lánshæfismat fyrirtækja sem áttu í viðskiptum við bankann.

Indverska lögreglan segist hafa lagt hendur á um fimm milljónir rúpía, andvirði um 9,5 milljóna króna, sem Sudhir Kumar Jain, á að hafa fengið í slíkar greiðslur.