*

þriðjudagur, 28. september 2021
Fólk 18. febrúar 2021 08:26

Stjórnarformaður Marel hættir

Stjórnarformaður Marel til átta ára hættir. Lagt er til að Svafa Grönfeldt, sem er í stjórn þriggja skráðra félaga komi í stjórnina.

Ritstjórn
Ásthildur Margrét Otharsdóttir, fráfarandi stjórarformaður Marel.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Ásthildur Margrét Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel síðustu átta árin, gefur ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn Marel fyrir aðalfund félagsins þann 17. mars. Ásthildur hefur setið í stjórn Marel frá árinu 2010 og verið stjórnarformaður frá árinu 2013.

Samkvæmt tillögum stjórnar Marel fyrir aðalfund félagsins, sem birtar voru í gær, er lagt til að Svafa Grönfeldt taki sæti í stjórninni í stað Ásthildar. Svafa situr nú í stjórn Össurar, Origo og Icelandair en hún er varaformaður stjórnar Icelandair. Svafa er með doktorsgráðu frá London School of Economics. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri hjá Alvogen, rektor Háskólans í Reykjavík og sem aðstoðarforstjóri Actavis. Svafa er einnig formaður stjórnar MITDesignX viðskiptahraðalsins við MIT háskóla.

Að öðru leyti er lagt til að stjórnin verði óbreytt. Hana skipa nú auk Ásthildar þau Ann Elisabeth Savage, Arnar Þór Másson, Ástvaldur Jóhannsson, Lillie Li Valeur, Ólafur Steinn Guðmundsson og Ton van der Laan.

Þá leggur stjórnin einnig til að Marel greiði 41 milljón evra í arð sem er um 40% af hagnaði síðasta árs sem nam 102,1 milljón evra.

Stikkorð: Marel