Stjórnarformaður Nokia, Risto Siilasmaa, hefur viðurkennt að hafa veitt rangar upplýsingar um starfslokasamning sem gerður var við Stephen Elop, fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins.

Elop fær 16 milljónir evra, eða 2,6 milljarða króna, greiddar þegar hann sala gengur í gegn á þeim hluta Nokia sem framleiðir handfrjálsan búnað. Þessi samningur vakti hörð viðbrögð. Hann fer svo sjálfur til starfa hjá Microsoft, sem kaupir þennan hluta framleiðslunnar.

Siilasmaa reyndi að þagga niður í gagnrýnisröddum með því að segja að samningurinn við Elop væri svipaður og sá sem var gerður við forvera hans.

Hann sagði aftur á móti við finnskan fjölmiðil í gær að fyrrnefndar fullyrðingar hans væru rangar.