Stjórnarformaður Össurar, Niels Jacobsen, hefur keypt hlutabréf í Össuri fyrir 37,3 milljónir íslenskra króna, að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Jacobsen er forstjóri William Demant Invest, sem er stærsti hluthafi Össurar. Í tilkynningunni segir að Jacobsen hafi keypt 233.583 hluti í félaginu á genginu 7,33 danskar krónur á hlut.

Össur birti ársfjórðungsuppgjör sitt í lok október og þótti það valda vonbrigðum. Hagnaður félagsins nam um 9,9 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi sem er 2,5% samdráttur frá sama tíma í fyrra. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sagði í afkomutilkynningunni uppgjörið undir væntingum.