*

þriðjudagur, 21. janúar 2020
Innlent 28. ágúst 2018 11:29

Stjórnarformaður VÍS kaupir í félaginu

Helga Hlín Hákonardóttir, formaður stjórnar VÍS, hefur keypt 100.000 hluti í félaginu fyrir samtals 1,1 milljón króna.

Ritstjórn
Helga Hlín Hákonardóttir, stjórnarformaður VÍS.
Haraldur Guðjónsson

Helga Hlín Hákonardóttir, formaður stjórnar VÍS, hefur keypt 100.000 hluti í félaginu fyrir samtals 1,1 milljón króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 

Helga Hlín tók við af Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur þegar hún hætti sem stjórnarformaður í byrjun sumars. 

VÍS tapaði 291 milljón króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við 917 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. 

Stikkorð: VÍS