Ferdinand Piech stjórnarformaður Volkswagen hefur sagt af sér. Hann var fyrst kosinn stjórnarformaður árið 1993.

Tvær vikur eru síðan Piech sagði þýskum fjölmiðlum að hann vildi ekki að Martin Winterkorn forstjóri VW tæki við sér sem stjórnarformaður þegar Winterkorn hættir sem forstjóri árið 2017. Olli það miklum deilum innan stjórnarinnar og virtist Piech einangraður.

Á stjórnarfundi í síðustu viku tapaði Piech atkvæðagreiðslu í stjórninni. Frændinn Wolfgang Porsche stóð með forstjóranum en ekki frændanum. Hann sagði svo af sér á laugardaginn.

Piech hefur hingað til ráðið mjög miklu innan Volkswagen en Porsche fjölskyldan, sem Piech tilheyrir, á 51% atkvæða á hluthafafundi VW Group.

Piech, sem er 78 ára, er barnabarn Ferdinand Porsche sem m.a. hannaði VW Bjölluna.