*

mánudagur, 22. júlí 2019
Innlent 13. ágúst 2018 11:41

Stjórnarformaðurinn kaupir fyrir 100 milljónir

Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair og forstjóri Toyota á Íslandi keypti hlutabréf í Icelandair fyrir samtals 100 milljónir króna.

Ritstjórn
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota og stjórnarformaður Icelandair.
Haraldur Guðjónsson

Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair og forstjóri Toyota á Íslandi keypti hlutabréf í Icelandair fyrir samtals 100 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni en þar kemur fram að hann hafi keypt 12.240.000 hluti á genginu 8,17. Hlutabréfin voru keypt í gegnum félagið JÚ ehf. 

Úlfar er ekki fyrsti innherjinn til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu en í kjölfar þess að hlutabréfaverð í Icelandair féll þegar ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins var birt keyptu þau Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins, Heiðrún Jónsdóttir og Birna Ósk Einarsdóttir, stjórnarmenn, öll hlutabréf í félaginu.