ann 21. september næstkomandi verður stjórnarformaður ársins kjörinn í fyrsta sinn á Íslandi á ráðstefnu í Nordica Hotel, en það er norska fyrirtækið Styreinfo sem stendur að afhendingunni.

Gunnar Eckbo, forstjóri Styreinfo, segir að með ráðstefnunni sé verið að kynna nýja hugmyndafræði um hvernig meta megi frammistöðu stjórna fyrirtækja. Verðlaunin hafa áður verið veitt í Noregi og stendur til að þau verði afhent á öllum Norðurlöndunum, og jafnvel víðar í Evrópu síðar meir. Á ráðstefnunni verður einblínt á orðspor fyrirtækja og stjórna þeirra með tilliti til byggingu trausts við hluthafa fyrirtækja.

Gunnar segir að með verðlaununum sé verið að vekja athygli á gæðum og skilvirkni stjórna fyrirtækja. Verðlaunin muni hvetja stjórnarformenn til að vera meðvitaðri um gæðamat á stjórnum fyrirtækja, en Gunnar segir að komið hafi í ljós þegar Styreinfo hefur verið að spyrjast fyrir um gæðamat stjórna sé það í ákaflega litlu mæli til í skriflegu formi og sjaldnast framkvæmt af utanaðkomandi aðilum. Verðlaunin munu hvetja stjórnarformenn til að standa sig betur í að virkja stjórnarmeðlimi fyrirtækja, góðir stjórnendur verða að sjá til þess að liðsheild stjórnarinnar sé sterk og samstarfið gott, ekki bara hópur manna sem klappar við hvert orð stjórnarformannsins, segir Gunnar.

Við val á stjórnarformanni ársins er skoðuð ímynd fyrirtækisins útávið, rekstur fyrirtækisins, persónan sjálf og fleira sem viðkemur störfum hans, en erlend dómnefnd sér um valið. Gunnar væntir þess að það afhending verðlaunanna muni skila sér í bættri ímynd fyrirtækisins og betri rekstri og verði því eftirsótt í framtíðinni. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra mun veita verðlaunin.