Stjórnarmformaður Bear Stearns, James Cayne hefur selt alla hluti sína í bankanum fyrir 61 milljón Bandaríkjadala eða sem nemur um 4,7 milljörðum króna.

Hlutur Cayne var um tíma metinn á einn milljarð dala.

Sala Cayne á hluta sínum er að sögn Bloomberg fréttaveitunnar skilaboð um að fjárfesta geti ekki fengið hærra verð en þetta fyrir hluti sína í bankanum en hver hlutur var seldur á 10,84 dali. Hlutabréf í bankanum hafa síðan lækkað um 5%.

Eins og kunnugt er orðið er Bear Stearns helsta „fórnarlamb“ lausafjárkrísunnar sem nú stendur yfir á fjármálamörkuðum en bankinn var í raun seldur á brunaútsölu þegar J.P. Morgan bauð í bankann um miðjan mars.

Eins og vb.is greindi frá í gær er áætlað að bankinn muni segja upp um 15.000 manns á næstunni. Cayne lét af störfum sem starfandi stjórnarformaður í janúar síðastliðnum eftir að hafa verið stjórnarformaður í tæplega 15 ár.