Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, verður gestur Viðskiptaþáttar Viðskiptablaðsins á Útvarpi Sögu (99,4) í dag. Rætt verður við Jóhannes um þær breytingar sem eru fyrir dyrum hjá félaginu, ma.a. í kjölfar breyttra raforkulaga, áforma um breytingar á eignaraðild, hugsanlega einkavæðingu og útrás fyrirtækisins.

Einnig verður rætt um helstu virkjanakosti Landsvirkjunar og hvaða stefnu Landsvirkjun hafur á því sviði.