Stjórnarformaður Össurar, Daninn Niels Jacobsen, gagnrýndi ný lög um yfirtökuskyldu á aðalfundi Össurar sem fram fór fyrr í vikunni. Jacobsen, sem stýrir stjórninni í umboði stærsta hluthafans, William Demant Holding þar sem hann er forstóri, sagði ný lög geta skapað vandamál þar sem hlutur félagsins er yfir 30 prósenta hámarkinu sem nú hefur verið lögfest en það var 40% áður.

Hlutur William Demant er nú 37,3 prósent. Félög sem skráð eru í Kauphöll Íslands hafa tíma fram til áramóta 2011/2012 til þess að laga sig að breyttum lögum. Össur er tvískráð en það er einnig hluti af dönsku kauphöllinni.