Niels Jacobsen, stjórnarformaður Össurar segir í Viðskiptablaðinu í dag að skráning félagsins í kauphöll Nasdaq OMX í Kaupmannahöfn sé leið til að komið félaginu út úr gjaldeyrishaftaumhverfinu á Íslandi. Hafa þannig möguleika á að fá fjármagn í gegnum nýtt hlutafé af erlendum markaði og lán frá alþjóðlegum bönkum.

Niels er vel þekkur í dönsku athafnalífi. Auk þess að vera stjórnarformaður Össurar er hann forstjóri William Demant Holding A/S og heyrnartækjaframleiðandans Oticon. Þá á hann sæti í stjórnum fjölmargra félaga og samtaka í Danmörku, m.a. situr hann í miðstjórn sambands danska iðnaðarins og er stjórnarformaður Lego.

Sjá nánar viðtal við Niel Jacobsen í Viðskiptablaðinu í dag.