Stórn Orkuveitu Reykjavíkur fundar nú um fjárhagsstöðu félagsins. Stjórnarfundur hófst klukkan 13. Í morgun var haldinn aukafundur í borgarráði vegna stöðu Orkuveitunnar og er honum lokið, samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins.

Búist er við að blaðamannafundur verði haldinn síðar í dag, eftir að stjórnarfundi lýkur en ársreikningur félagsins verður að öllum líkindum birtur í dag. Orkuveitunni hefur ekki tekist að gera lánasamninga til að endurfjármagna skuldir. Meðal þess sem rætt hefur verið innan stjórnar Orkuveitunnar er að selja hlut OR í gagnaveitu Reykjavíkur, fresta verkefnum og að hækka gjaldskrá félagsins. Þá var greint frá því í dag að til greina kemur að Reykjavíkurborg, stærsti eigandi OR, leggi OR til eiginfjárframlag. Um 10-12 milljarðar króna eru til taks, samkvæmt samþykkt borgarráðs frá því síðasta sumar.