Þingkosningar í Þýskalandi virðast vera farnar að hafa veruleg áhrif á framtíðarhugmyndir og stefnu Evrópusambandsins en ekki hefur náðst að mynda ríkisstjórn í burðarríki Evrópusambandsins.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur veðjað öllu á að ráðast í óvinsælar efnahagsaðgerðir í þarlendis til þess að geta náð samningum um dýpri samþættun milli ríkja Evrópusambandsins að því er kemur fram á vef The Wall Street Journal . Stjórnarkreppan í Þýskalandi, þar sem afar erfitt hefur reynst að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningar, gæti komið í veg fyrir að hann nái ætlunarverki sínu, þar sem hann hefur engan til að semja við.

Wall Street Journal segir jafnframt að spurningin sem hangi yfir Evrópusambandinu er hvort Macron nái nógu miklum árangri við að selja hugmyndir sínar til þess að réttlæta breytingarnar í heimalandinu. Mistakist honum þýðir það einnig að helsta tækifæri ESB til þess að endurlífga sig eftir langt tímabil krísa og uppgang þjóðernissinna.

Macron vann forsetakosningarnar í maí þar sem hann lagði til stórbandalag við Þýskaland. Hann myndi keyra í gegn sársaukafullar efnahagsumbættur heima fyrir til þess að auka trúverðugleika Frakklands í efnahagsmálum og vinna þar með stuðning Þjóðverja fyrir umdeildum tillögum um aukna samþættingu ríkja ESB.