Það er algengt viðhorf að meta fjölmiðlaumfjöllun um stjórnmálaflokka sem vatn á þeirra myllu. Það er vitaskuld ekki einhlítt, umfjöllunin getur verið þeim mótdræg líka, en oftast er það þó þannig að stjórnmálamenn sækja í sviðsljósið; þar dafna þeir víst best.

Pólitíkusunum gengur þó mjög misvel að komast þangað, menn eru misflinkir að koma sér á framfæri og miðlarnir misviljugir að bíta, eins og gengur. Af svæðisritinu hér að ofan sést hins vegar vel hversu gríðarlegt forskot ríkisstjórnarflokkar hafa að þessu leyti og merkilegt hversu ör skiptin eru.

Hugsanlega þurfa miðlarnir því að taka það til skoðunar, að gæta þess að andstæð sjónarmið hinnar hollu stjórnarandstöðu komist að.