Stjórnir fyrirtækja gegna mikilvægu og oft vanmetnu hlutverki í fyrirtækjarekstri, en þær bera lögum samkvæmt meginábyrgð á starfsemi þeirra og hafa úrslitaákvörðun um eftirlit með rekstri þeirra og stefnumótun.

Bót á stjórnarháttum fyrirtækja hefur lengi verið til umræðu vegna vanhæfi sumra stjórnarmanna, tengsla þeirra við fyrirtækin og kynjahlutfalli stjórna svo eitthvað sé nefnt. Það gildir einu hvort um sé að ræða stjórnarhætti á Íslandi eða erlendis – hugleiðingar um bætta stjórnarhætti þekkja engin landamæri.

Ein slíkra hugleiðinga kom fram í nýlegri grein í Stanford Law Review en þar velta lagaprófessorarnir Stephen M. Bainbridge og M. Todd Henderson fyrir sér hvort hægt sé að breyta einu af grunnákvæðum í lögum um stjórnir fyrirtækja, að í stað einstaklinga geti fyrirtæki eða aðrir lögaðilar tekið að sér verkefni stjórnarinnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.