Fyrrum stjórnarmaður FIFA Alþjóðlega knattspyrnusambandsins, Chuck Bazer, hefur játað fyrir bandarískum dómara að hann þáði mútur vegna vals á gestgjafa heimsmeistaramótsins í fótbolta árið 1998 og 2010. Þessu greinir AP frá.

Blazer játaði á sig 10 ólögleg athæfi í kringum kosningarnar sem leiddu til þess að Suður Afríka var valin fyrsta landið í Afríku til að halda HM. Blazer var stjórnarmaður FIFA frá 1997 til 2013 og sat í ráðinu fyrir norður og mið Ameríku og Karíba svæðinu frá 1990 til 2011. Suður Afríka var kosin fram yfir Marokkó með 14 atkvæðum gegn 10 og var því valin sem gestgjafi HM 2010.

Blazer játaði einig að hafa þegið mútur árið 1992 í kringum kosningarnar um gestgjafa HM árið 1998 en þá var Frakkland kosið fram yfir Marokkó með 12 atkvæðum gegn 7.

Eins og VB.is greindi frá sagði Sepp Blatter, formaður FIFA, af sér í vikunni.