Lögfræðingurinn Yves Mersch, fulltrúi Luxemburgar í stjórn Evrópska Seðlabankans (ECB) og seðlabankastjóri í Luxumburg, varaði Ítali við í dag að Seðlabanki Evrópu muni mögulega hætta að kaupa ríkisskuldabréf þeirra. Þetta kemur fram á vef BBC.

Sagði hann ECB myndi hætta að kaupa skuldabréf útgefin af ítalska ríkinu ef ríkisstjórn landsins myndi ekki standa við boðaðar umbætur í efnahagsmálum.

Christine Lagarde forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagði í dag að efnahagsáætlun og niðurskurðaráform Ítala væri ekki nægilega trúverðug og sjóðurinn muni fylgjast vel með stöðunni í landinu en ríkissstjórn Ítalíu samþykkti fyrirkomulagið fyrir helgi .

evrur
evrur
© None (None)