Helgafell ehf. seldi í dag 4.000.000 hluti í félaginu í gegnum eignarhaldsfélagið Helgafell ehf. Helgafell, sem er í eigu eiginkonu Jóns Sigurðssonar, stjórnarmanns í N1, seldi hlutina á genginu 135 fyrir samtals 540 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar um viðskipti fjárhagslega tengdra aðila.

Jón hefur setið í stjórn N1 frá árinu 2014. Fyrir söluna var Helgafell sjöundi stærsti hluthafinn í N1 og sá stærsti ef frá eru taldir lífeyris- og verðbréfasjóðir. Eftir söluna á Helgafell rúmar 6,5 milljónir hluta í N1 og seldi félagið því 38% hluta sinna.

Svo virðist sem markaðurinn taki ekki vel í sölu Helgafells, en bréf í N1 hafa fallið um 6,57% í dag.