Helgi Magnússon, fjárfestir og fv. formaður Samtaka iðnaðarins (SI), er með einhverjum hætti tengdur a.m.k. 19 félögum samkvæmt upplýsingum frá CreditInfo, ýmist sem stjórnarformaður eða stjórnarmaður og í einu tilviki varamaður í stjórn.

Helgi hefur um árabil verið áberandi í íslensku viðskiptalífi. Hann var áberandi sem formaður SI á árunum 2006-2012 en auk þess var hann formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) frá 2010 þangað til fyrr í vor. Hann er nú varaformaður stjórnar LV.

Þá hefur hann sjálfur og félög í eigu fjölskyldu hans stundað fjárfestingar í hinum ýmsu félögum, þá helst í Marel þar sem Helgi situr jafnframt í stjórn.

Leiðrétting: Í prentútgáfu Viðskiptablaðsins er Helgi sagður sitja í stjórn Marel fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Hið rétta er að Helgi var kjörinn í stjórn Marel árið 2005, tveimur árum áður en hann tók sæti í stjórn LV, á hluthafafundi enda á hann og félög í hans eigu nokkurn hlut í Marel.

Fjallað er um stjórnarsetu og stjórnarformennsku Helga í hinum ýmsu félögum í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublað hér að ofan.