„Þetta er náttúrulega fölsun. Ég var á þessum fundi og það er fullt af fólki sem getur vottað það,“  segir Einar Ólafsson, fyrrum stjórnarmaður í FL Group í samtali við Viðskiptablaðið.

Í fundargerð stjórnarfundar félagsins frá 21. október 2005, sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum, segir að Einar Ólafsson hafi tilkynnt forföll og hafi því ekki setið fundinn. Á honum var samþykkt að FL Group myndi kaupa danska flugfélagið Sterling af Fons á um 15 milljarða íslenskra króna.

Í fundargerðinni kemur fram að stjórn FL Group hafi samþykkt kaupin og veitt Hannesi Smárasyni, forstjóra félagsins á þeim tíma, fullt umboð til að undirrita kaupsamninginn.

Um þetta er fjallað í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið en sl. 3 vikur hefur blaðið fjallað um ítarlega úttekt á fléttunni í kringum NTH, félög tengd FL Group og helstu gerendur.

Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Íslandsbanki skoðar réttarstöðu sína gagnvart Capacent
  • Seðlabankinn þurfti að selja FIH eða tapa öllu í bankanum
  • Reynt að koma Byr í hendur kröfuhafa
  • Afskriftir Landsbankans á skuldum skilanefndarmanns í Glitni
  • Fjallað er um mikinn kostnað við Hof, menningarhúsið á Akureyri
  • Viðtal við Þórð Friðjónsson, forstjóra Kauphallarinnar
  • Úttekt á framvindu efnahagsáætlun AGS og Íslands sem er langt á eftir áætlun
  • Sport & peningar
  • Dægurmenning
  • og margt margt fleira...