Króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva boðaði til stjórnarfundar í morgun þar sem valinn verður kaupandi að fyrirtækinu, segir í tilkynningu til kauphallarinnar í London.

Acatvis og bandaríska lyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals berjast nú um að fá að kaupa Pliva, en samkvæmt heimildum Financial Times er Barr tilbúið að borga 2,1 milljarð dollara fyrir króatíska fyrirtækið.

Óformlegt kauptilboð Actavis hljóðar upp á HKR630 á hlut, eða í kringum tvo milljarða dollara, sem samsvarar um 150 milljörðum íslenskra króna.

Talið er að Actavis þurfi að gera formlegt, skilyrðislaust tilboð í Pliva að virði rúmlega 2,1 milljarðar dollara til að fá að kaupa Pliva, þrátt fyrir að flestir sérfræðingar telji að Actavis sé betri kostur en Barr.

Actavis er með starfsemi í Austur-Evrópu og þekkir markaðinn en Barr er einungis með starfsemi í Bandaríkjunum og ætlar sé að ná fótfestu í Evrópu með kaupunum.

Gengi hlutabréfa Pliva náði sögulegu hámarki í kauphöllinni í Zagreb í morgun og hækkaði í HKR640 hluturinn, sem er yfir óformlegu kauptilboði Actavis.

Búist er við að Pliva greini frá því hvaða fyrirtæki verður fyrir valinu í vikunni.